IMG_8808Neðri hluti Austurbakka Hólsá er vannýttur veiðimöguleiki sem sem hefur oft gefið gríðarlega veiði í gegnum árin. Tugur þúsunda Laxa ganga í gegnum svæðið til þess að ganga inn í Rangárnar og hafa menn verið hreinlega uppteknir á efri hlutanum og ekki nýtt neðsta hlutan sem spannar hátt í 10-12 km. Þess má geta að þó svo að það sé ekki mikil veiðireynsla á Austurbakka Hólsá er komin mjög mikil veiðireynsla á vesturbakkan sem er beint á móti og veiðast þar fleyri hundruð laxar á hverju sumri. hér er skemmtilegt tilraunaverkefni á hóflegum verðum sem mun klárlega gefa flotta veiði í framtíðinni.

 

 

Veiðisvæðið nær frá landamerkjagirðinu fyrir neðan Ártún en þar er hlið sem veiðimenn ættu ekki að fara fram hjá, og nær alla leið niður í ósinn,

Helstu veiðistaðir: Járnhólar, Valabreiður,Hólsbreiður, Bakkabreiður, Hábakki, Grímstaðir Árós, Ósatangi, Melhóll, Fisklækjarhylur.

Stangarfjöldi: 4 stangir 2 stangir seldar saman. Veiðisvæðaskipting er á ábyrgð veiðimanna.

Leiðarlýsing: Keyrt er niður af veiðihúsi Austurbakka hólsá, bæði er hægt að keyra áfram fram hjá Ártúni og niður með hólsá eða beygja niður veg 252 niður af afleggjara 257 af grímstöðum og keyra áfram að hólsá,

ATH: Vegurinn er ekki fær öllum fólksbílum. við mælum með að fólk notist á við Jeppa eða jepplinga.

Hólsá rennur á söndum og breytir sér frá degi til dags og geta myndast rennur hingað og þangað sem laxinn getur leitað í svo það er um að gera að vera duglegur að leita. og Passa sig á sandbleytum.

Veiðitími: 7.00-13.00 og 16-22. til 20 ágúst en 7-13 og 15-21 eftir 20 ÁGÚST.

Veiðibók: Er í Veiðibókarkassa við hliðið fyrir neðan Ártún, skyllt er að skrá allan afla í veiðibókina.

Leyfilegt agn: Fluga, maðkur , Spúnn

Verð:

29/6 – 5/7, kr. 25þús pr. std.
6/7-12/7, kr. 30þús. pr. std.
13/7-18/8, kr. 40þús. pr. std.
19/8-25/8, kr. 30þús. pr. std.
26/8-1/9, kr. 20þús. pr. std.

Inquiries about availability:

[email protected], or [email protected].

Phone (+354) 898 3907.


 

Kort af neðri hluta Austurbakka Hólsár:
Neðra